Peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hefur ákveðið að hækka stýri­vexti bankans um 0,5 prósentu­stig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9,25%.

Nefndin mun gera grein fyrir ákvörðun sinni kl. 9:30 og er hægt að fylgjast með í beinni hér að neðan.

Spá Greiningar­deildar Ís­lands­banka og Hag­fræði­deildar Lands­bankans, sem birtust í síðustu viku, hljóðaði upp á 25 punkta hækkun.

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, aðal­hag­fræðingur Arion banka, sagði í gærkvöldi að peninga­stefnu­nefnd bankans myndi líklegast hækka stýri­vexti um 50 punkta.

Nefndin kom síðast saman í maí og hækkaði þá stýri­vexti bankans um 1,25 prósentu­stig, úr 7,5% í 8,75%. Jafn­framt á­kvað nefndin þá að hækka fasta bindi­skyldu inn­láns­stofnana úr 1% í 2%.

Fréttin var uppfærð eftir að vaxtahækkun SÍ var gerð opinber.

Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar fer fram klukkan 9:30.

Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála.