Fréttamannafundur Donald Trump um ákvarðanir hans í tollamálum er hér í beinni útsendingu. Fundurinn er haldinn í Rósagarðinum fyrir utan Hvíta húsið.
Trump ætlar að leggja á 25% toll á bíla sem framleiddir eru erlendis.
Hann sagði að Bandaríkin myndu leggja á „afsláttartoll“ vegna þess að Bandaríkin væru góð. Trump ætlar að leggja mismundandi tolla á hvert land, eða um helming þess sem hann segir að löndin leggi á bandarískar vörur. Lágmarkstollurinn verður 10%.
- Kína: 34% tollur á innflutning.
- Evrópusambandið: 20% tollur á innflutning. Trump tilgreindi ekki hvort EFTA löndin, þ.m.t. Ísland falli undir ákvörðunina.
- Japan: 24% tollur á innflutning.
- Suður-Kórea: 25% tollur á innflutning.
- Taívan: 32% tollur á innflutning.
- Víetnam: 46% tollur á innflutning.
- Bretland: 10% tollur á innflutning meðan ESB löndin fá 20% toll á sig.
- Kanada og Mexíkó: 25% tollur á innflutning, með undantekningum fyrir vörur sem uppfylla skilmála USMCA-samningsins.