Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neyðarlögum í von um að auka málmframleiðslu í landinu. Forsetatilskipunin á sér rætur að rekja til kalda stríðsins og felur ríkisstofnunum að forgangsráða verkefnum sem tengjast námuvinnslu.

Ákvörðunin kemur í ljósi stigmagnandi viðskiptastríðs milli Bandaríkjanna og Kína en forsetinn segist vilja reiða sig minna á innflutning frá því landi.

Kínversk stjórnvöld bönnuðu í fyrra sölu nokkurra mikilvægra steinefna til Bandaríkjanna og þurftu Bandaríkjamenn því að leita annað. Kína er stærsti framleiðandi mikilvægra málma eins og gallíns og germaníums en þau eru lykilhráefni í smíði hálfleiðara.

Tilskipunin kallar einnig á að flýta fyrir leyfisveitingum á námuverkefnum og felur bandaríska innanríkisráðuneytinu að forgangsraða málmframleiðslu á landi sem er í eigu ríkisins.

„Þjóðar- og efnahagsöryggi okkar er nú alvarlega ógnað af því að við treystum okkar á málmframleiðslu fjandsamlegra ríkja. Það er brýnt fyrir þjóðaröryggi okkar að Bandaríkin grípi strax til aðgerða til að auðvelda innlenda málmframleiðslu eins mikið og hægt er,“ skrifaði forsetinn í tilskipuninni.