Bensínverð heldur áfram að hækka í Bandaríkjunum og mældist 5 dalir á gallonið á föstudaginn í síðustu viku en um er að ræða 66,7% hækkun á ársgrundvelli. Wall Street Journal greinir frá.
Flugfélögin hafa brugðist við þessum bensínverðhækkunum með því að hækka verð á flugmiðum en þeir hækkuðu að jafnaði um 18,6% milli mars og apríl og hafa hækkað um 33,3% á ársgrundvelli. Þar að auki hafa verðshækkanirnar knúið áfram verðhækkanir á matvælum vegna hækkana á flutningskostnaði.
Verðbólga mældist 8,6% í maí en um er að ræða hæstu mælingu á verðbólgu í 40 ár. Rekja má 20% af þeirri verðbólgu til bensínverðshækkana.
Sjá einnig: Ekki meiri verðbólga í 40 ár.
Fjárfestingabankinn JPMorgan spáir áframhaldandi hækkunum á bensínverði og gerir ráð fyrir því að bensínverð muni nema 6,2 dölum í ágúst á þessu ári.