Olís og Orkan, sem er í eigu fjárfestingarfélagsins Skeljar (áður Skeljungur), hafa selt 15 bensínstöðvalóðir innan borgarmarkanna fyrir 5,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Eru sölurnar í kjölfar samkomulags milli Reykjavíkurborgar og olíufélaganna um fækkun bensínstöðva. Af þeim lóðum sem hafa verið seldar eru verðmæti íbúðalóða um 2,8 milljarðar króna.
Fram kemur í fréttinni að lóðir Olís hafi runnið inn í Klasa þegar Hagar og Reginn gengu frá kaupum á hlutafé í Klasa.
Skeljungur, síðar SKEL, hafi hins vegar selt þrettán lóðir á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi og í Borgarnesi til Kaldalóns en eignatengsl eru milli félaganna.