Olís og Ork­an, sem er í eigu fjárfestingarfélagsins Skeljar (áður Skeljungur), hafa selt 15 bens­ín­stöðvalóðir inn­an borg­ar­mark­anna fyr­ir 5,9 millj­arða króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eru sölurnar í kjölfar samkomulags milli Reykjavíkurborgar og olíufélaganna um fækkun bensínstöðva. Af þeim lóðum sem hafa verið seldar eru verðmæti íbúðalóða um 2,8 milljarðar króna.

Fram kemur í fréttinni að lóðir Olís hafi runnið inn í Klasa þegar Hag­ar og Reg­inn gengu frá kaup­um á hluta­fé í Klasa.

Skelj­ung­ur, síðar SKEL, hafi hins veg­ar selt þrett­án lóðir á höfuðborg­ar­svæðinu, á Akra­nesi og í Borg­ar­nesi til Kaldalóns en eigna­tengsl eru milli fé­lag­anna.

Olís og Ork­an, sem er í eigu fjárfestingarfélagsins Skeljar (áður Skeljungur), hafa selt 15 bens­ín­stöðvalóðir inn­an borg­ar­mark­anna fyr­ir 5,9 millj­arða króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eru sölurnar í kjölfar samkomulags milli Reykjavíkurborgar og olíufélaganna um fækkun bensínstöðva. Af þeim lóðum sem hafa verið seldar eru verðmæti íbúðalóða um 2,8 milljarðar króna.

Fram kemur í fréttinni að lóðir Olís hafi runnið inn í Klasa þegar Hag­ar og Reg­inn gengu frá kaup­um á hluta­fé í Klasa.

Skelj­ung­ur, síðar SKEL, hafi hins veg­ar selt þrett­án lóðir á höfuðborg­ar­svæðinu, á Akra­nesi og í Borg­ar­nesi til Kaldalóns en eigna­tengsl eru milli fé­lag­anna.