Jóna Magga, eigandi Dídí‘s, hefur sinnt fyrirtækjarekstri alla sína ævi. Hún segist sjálf vera fædd og uppalin í matvöruverslun en foreldrar hennar voru bæði matvörukaupmenn sem ráku Kjörbúðina Laugarás í 30 ár.

Hún segist lengi hafa viljað opna kaffihús/ísbúð þar sem hægt væri að þjónusta breiðan hóp viðskiptavina, hvort sem það væru börn í leit að ís, foreldrar í leit að vöfflum með rjóma eða ömmur sem vildu fá sér smá hvítvín.

„Við leggjum rosalega mikla áherslu á að þetta sé notalegt og að það sé mikið til staðar fyrir börnin. Það eru til stólar í öllum stærðum, sumir eru þægilegir og aðrir úr plasti. Þetta er í raun frekar ný útgáfa af kaffihúsi og við heyrum oft að við séum eiginlega best falda leyndarmálið á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jóna Magga.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði