Höldur – Bílaleiga Akureyrar hagnaðist um tæplega 1,1 milljarð króna árið 2023 en árið áður nam hagnaður rúmlega 1,8 milljörðum.

Rekstrartekjur námu 15,3 milljörðum á síðasta ári og jukust um rúmlega 1,9 milljarða. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 7,4 milljörðum, samanborið við 6,9 milljarða árið áður.

Höldur – Bílaleiga Akureyrar hagnaðist um tæplega 1,1 milljarð króna árið 2023 en árið áður nam hagnaður rúmlega 1,8 milljörðum.

Rekstrartekjur námu 15,3 milljörðum á síðasta ári og jukust um rúmlega 1,9 milljarða. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 7,4 milljörðum, samanborið við 6,9 milljarða árið áður.

Versnandi afkoma milli ára skýrist aftur á móti einkum af því að vaxtagjöld nærri tvöfölduðust á síðasta ári og námu 2,5 milljörðum.

Eignir bílaleigunnar námu 33,6 milljörðum króna um síðustu áramót og jukust um rúmlega 4,1 milljarð frá því í árslok 2022. Eigið fé nam 4,3 milljörðum í lok árs 2023 og jókst um rúmlega hálfan milljarð á milli ára. Skuldir námu 29,3 milljörðum í lok síðasta árs en þar af námu fjármögnunarleigusamningar 11,5 milljörðum.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi segir að rekstur félagsins hafi gengið afar vel árið 2023 og árið hafi í raun verið besta rekstrarár í sögu félagsins. Ljóst sé að stöðugar umbætur á upplýsingakerfum félagsins hafi bætt afkomu þess.

Félagið hafi haldið áfram að byggja upp góðan bílaflota og með aukinni eftirspurn og góðri stýringu hafi náðst mjög góð nýting á þeim flota á árinu 2023. Ekki sé gert ráð fyrir miklum vexti bílaflotans á árinu 2024 heldur verði lögð áhersla á að bæta enn frekar nýtingu hans.

Þá hafi félagið haldið áfram að stíga skref í átt til orkuskipta og um áramót hafi um 10% af flotanum verið rafmagnsbílar og tæp 20% PHEV bílar. Þar með var tæplega 30% af flotanum visthæfir bílar. Vegna skattabreytinga séu blikur á lofti með framhald þess, a.m.k. á árinu 2024.

Steingrímur Birgisson er forstjóri bílaleigunnar en hann á jafnframt 43,5% hlut henni.