Landsbankinn lauk nýverið við útgáfu á ótryggðum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra með fimm ára lánstíma.
Skuldabréfin, sem eru græn og gefin út undir sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans, voru seld með föstum 3,50% vöxtum og 135 punkta álagi yfir miðgildi vaxtaskiptasamninga (mid-swap).
Heildareftirspurnin eftir skuldabréfunum nam 1,3 milljörðum evra frá ríflega 100 fjárfestum, aðallega frá Bretlandi, Norðurlöndunum, meginlandi Evrópu og Asíu.
Útgáfan fór fram undir EMTN-ramma bankans og er hluti af sjálfbærri fjármálaumgjörð sem vottuð hefur verið af Sustainalytics.
Skuldabréfin verða tekin til viðskipta í írsku kauphöllinni þann 24. júní. Umsjónaraðilar voru Deutsche Bank, Goldman Sachs, Morgan Stanley og UBS.
Útboðið sker sig úr fyrir hagstæð kjör, sérstaklega í ljósi annarra nýlegra skuldabréfaútgáfa íslenskra banka í evrum. Arion banki og Landsbankinn hafa á árinu verið að fá hagstæðustu kjröin í evruútgáfum sínum.
Arion banki fór í evruútgáfu í febrúar 2025, að fjárhæð 300 milljónir evra til 5,25 ára, hafi verið með 130 punkta álagi yfir markaðsvexti (mid-swap). Það er lægsta álag ársins og endurspeglar hagkvæmustu kjörin, í takt við aðstæður á markaði á þeim tíma.
Um var að ræða hefðbundna ótryggða útgáfu (e. senior preferred) sem ekki var græn eins og í tilfelli Landsbankans.
Íslandsbanki lauk í febrúar við útgáfu 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu til þriggja ára með 160 punkta álagi og var ávöxtunarkrafan þá um 4,125%.
Hafa ber í huga að vextir hafa lækkað síðan þá.
Kvika banki sótti í maí 200 milljónir evra til fjögurra ára, jafnvirði tæplega 30 milljarða íslenskra króna. Bréfin bera 4,5% fasta vexti og voru seld með vaxtaálagi sem jafngildir 250 punktum ofan á millibankavexti í evrum.
Útgáfa Kviku, sem ber hæstu álagspunktana, endurspeglar lægra lánshæfismat og stærð en einnig var um að ræða fyrstu evruútgáfu bankans.
Fjórar ótryggðar evruútgáfur á árinu.
Á.krafa. |
~3,70% |
~3,75% |
~4,00% |
~4,13% |
Til samanburðar má benda á að í september 2023 gaf Landsbankinn út græn skuldabréf með 313 punkta álagi yfir mid-swap.
Í mars 2024 seldi bankinn græn skuldabréf með 225 punkta álagi yfir mid-swap.
Því er útgáfa Landsbankans í júní 2025 með 135 punkta álagi yfir mid-swap sú hagstæðasta í ótryggðri evruútgáfu bankans síðan í febrúar 2020, þegar hann seldi skuldabréf með 83 punkta álagi.