Jeff Bezos, stofnandi og stjórnarformaður Amazon, hefur sett upp áætlun um áformaða sölu á hlutabréfum í netrisanum fyrir hátt í 5 milljarða dala í júlí. Financial Times greinir frá.

Bezos hyggst selja tæplega 25 milljónir hluta í Amazon í þessum mánuði. Miðað við núverandi markaðsverð félagsins þá verður söluandvirðið í kringum 4,9 milljarðar dala eða um 675 milljarðar króna.

Jeff Bezos, stofnandi og stjórnarformaður Amazon, hefur sett upp áætlun um áformaða sölu á hlutabréfum í netrisanum fyrir hátt í 5 milljarða dala í júlí. Financial Times greinir frá.

Bezos hyggst selja tæplega 25 milljónir hluta í Amazon í þessum mánuði. Miðað við núverandi markaðsverð félagsins þá verður söluandvirðið í kringum 4,9 milljarðar dala eða um 675 milljarðar króna.

Bezos seldi síðast hlutabréf í Amazon fyrir um 8,5 milljarða dala í febrúar síðastliðnum. Gangi ofangreind söluáætlun eftir, þá mun heildarsala Bezos í Amazon í ár fara upp í 13,4 milljarða dala.

Hlutabréfaverð Amazon hefur hækkað um meira en 30% í ár. Markaðsvirði félagsins fór í síðasta mánuði upp fyrir 2 þúsund milljarða dala.

Bezos, sem stofnaði Amazon árið 1994, lét af störfum sem forstjóri árið 2021 en starfar áfram sem stjórnarformaður félagsins ásamt því að vera stærsti hluthafi þess með tæplega 9% hlut, samkvæmt S&P Capital IQ.