Joe Biden sagði rétt í þessu að hann væri tilbúinn til friðarviðræðna við Vladimir Pútin í Úkraínu. Þetta sagði Biden á blaðamannafundi með Emmanuel Macron fyrir fram Hvíta húsið.
Biden sagðist þó aðeins myndi eiga slíkar viðræður í samráði við forystumenn ríkja Atlandshafsbandalagsins.
Þetta sagði hann eftir að hafa fordæmt Pútin fyrir innrásina í Úkraínu og sagði aðgerðir rússneska forsetans sjúklegar.
Biden og Macron ræddi einnig samskiptin við Kína.
Biden sagði að Macron væri ekki aðeins forseti Frakklands heldur einn helsti forystumaður Evrópu.