Þýska ríkisstjórnin hefur biðlað til landa sinna að draga úr orkunotkun vegna skerðingar rússneska ríkisolíufyrirtækisins Gazprom á framboði jarðgass til Þýskalands í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. „Hver kílóvattstund hjálpar í þessum aðstæðum,“ sagði Robert Habeck efnahagsráðherra Þýskalands í ávarpi til Þjóðverja á Twitter.

Hann sagði ástandið grafalvarlegt og nú sé tíminn fyrir fyrirtæki og almenna borgara að draga úr orkunotkun og koma sér upp varabirgðum af gasi.

Sjá einnig: Saka Rússa um að keyra upp orkuverð

Gazprom hefur skert framboð af jarðgasi til Þýskalands um 60%, úr 167 milljónum rúmmetra í 67 milljónir. Olíurisinn hélt því fram að tæknilegir örðugleikar væri ástæðan á bak við skerðinguna.