Margir af stærstu bílaframleiðendum heims horfa nú til Indlands, nú þegar sala hefur staðnað í Kína og á öðrum mörkuðum.

Sem dæmi hafa Nissan og Renault tilkynnt um 600 milljón dala fjárfestingu í framleiðslu sex nýrra bílategunda í Indlandi. Þá stefnir Hyundai á að verja meira en hálfum milljarði dala á næstu árum í framleiðslu sex rafbílategunda í Indlandi.

Indland er nú ásamt Japan í þriðja sæti yfir fjölda seldra fólksbíla á ári, en salan jókst um 24% í Indlandi á milli ára í fyrra og nam 3,8 milljónum bifreiða. Talið er að veltan gæti tvöfaldast á næstu árum og numið 7,5 milljónum fyrir 2030.