Bílaframleiðendurnir BMW, Jaguar Land Rover og Volkswagen notuðu varahluti í bílanna sína sem voru á bannlista frá kínverskum fyrirtækjum sem hafa meint tengsl við nauðungarvinnu.

Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að a.m.k. 8.000 BMW Mini Cooper-bílar hafi verið fluttir inn til Bandaríkjanna með íhlutum frá kínverska fyrirtækinu Sichuan Jingweida Technology Group (JWD).

Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið taki mannréttindi og nauðungarvinnumál alvarlega og er með áframhaldandi áætlun um mannréttindi og ráðstafanir gegn þrælahaldi. BMW og VW hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla.

Í febrúar á þessu árið sagði VW að þúsundir ökutækja sinna, þar á meðal Porsche og Bentley, hefðu verið í haldi yfirvalda vegna þess að í þeim væru hlutir sem brutu gegn bandarískum nauðungarvinnulögum.

Með lögunum, sem samþykkt voru 2021, var ætlað að koma í veg fyrir innflutning á vörum frá Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þar er talið að fólk úr Uighura-þjóðhópnum hafi unnið nauðungarvinnu undanfarin ár.