Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bílaframleiðendur munu fá tímabundna undanþágu frá þeim 25% innflutningstolli sem lagður var á bæði Kanada og Mexíkó, einum degi eftir að þeir tóku gildi.
Tilkynningin frá forsetanum hefur blásið lífi á ný í bandarísk hlutabréf en dagurinn í gær var sá versti sem S&P 500-vísitalan hefur upplifað á árinu.
Undanþágan verður fyrir bíla sem framleiddir eru í Norður-Ameríku og falla inn í gildandi fríverslunarsamning NAFTA. Samningurinn, sem Trump samdi og undirritaði á sínu fyrsta kjörtímabili, setur fram reglur um fjölda bíla sem hvert land þarf að framleiða til að eiga rétt á tollfrjálsri meðferð.
Gengi Ford hækkaði um meira en 5% eftir tilkynninguna og hækkuðu hlutabréf GM sömuleiðis um meira en 7%. Hlutabréf Stellantis í Bandaríkjunum hækkuðu þá um meira en 9%.