Í janúar voru skráðir 592 nýir bílar á Íslandi. Á sama tíma í fyrra voru þeir 457 og nemur aukningin 22,8%. Er þetta í fyrsta sinn frá nóvember 2023 sem bílasala eykst frá sama mánuði árið áður.

Kia var mest seldi bíllinn í janúar með 117, Toyota með 68 og Hyundai á hæla þeirra með 67 bíla.

Athygli vekur að lúxusbílamerkin eru söluhá í janúar. Mercedes-Benz er í fimmta sæti. Þeir voru raunar söluhæstir allra bíla þegar tvær vikur voru liðnar af mánuðnum.

Land Rover í sjötta sæti, þar af níu Range Rover jeppar, Volvo í sjöunda, BMW í tíunda og Lexus í ellefta.

Vekra með flesta bíla

Í janúar seldi Vekra (móðurfélag Öskju og Unu) 188 bíla, BL 136 og Toyota 83 bíla.

Hreinir rafbílar voru 36,9% sölunnar, tvinnbílar sem hægt er að hlaða 32,5% sölunnar og dísel og bensínbílar voru 19,9%.

Fjallað eru um sölu nýrra bíla árið 2024 í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðins, sem kemur út á miðvikudag.