Alls voru 272.610 nýskráðir bílar í september í Bretlandi en það er 21% aukning frá því á sama tímabili í fyrra.

Bílasalan þar í landi hefur nú aukist fjórtánda mánuðinn í röð, en hlutfall rafbíla í þeim útreikningi hefur hins vegar lækkað.

Mikil aukning hefur verið í sölu fyrirtækjabíla og hefur skráning stórra bíla aukist um 40,8% upp í 143.256. Samkvæmt bílagreiningarfélagi Bretlands (SMMT) er verið að ná jafnvægi á ný eftir að dregið var úr framboði á síðasta ári.

SMMT segir þar að auki að sala á rafbílum jókst um 18,9% þar sem 45.323 ökumenn kusu frekar BEV-bíla fram yfir bensínknúna bíla.

„Meiri sala í september þýðir að bílamarkaðurinn er enn sterkur þrátt fyrir áskoranir í hagkerfinu. Hins vegar, þar sem ný markmið um rafbíla taka gildi á næsta ári, þurfum við að flýta fyrir umskiptum og hvetja alla ökumenn til að skipa yfir,“ segir Mike Hawes, framkvæmdastjóri SMMT.