Bílaumboðið Una, sem hefur umboð fyrir XPENG hér á landi, opnar sýningarsal sinn á Vínlandsleið 6-8 laugardaginn 21. september.

Til sýnis verða þrjár tegundir XPENG rafbíla, þar á meðal fólksbíllinn P7, rafjeppinn G9 og G6, sem býr yfir 1.500 kg dráttargetu.

XPENG er tíu ára gamalt fyrirtæki sem framleiðir eingöngu rafmagnsbíla en XPENG hefur einnig vakið mikla athygli fyrir þróun sína á fljúgandi bílum.

Bílaumboðið Una er systurfélag Bílaumboðsins Öskju og 100% í eigu Vekru sem er móðurfélag þeirra beggja. Rafbílar eru nú stærsti hluti seldra bíla og spáð er frekari aukningu á næstu árum.