Breski tæknifrumkvöðullinn Mike Lynch mun mæta fyrir dómstól í Bandaríkjunum þar sem réttað verður yfir honum í svikamáli. Hann á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann sakfelldur í öllum 16 ákæruliðum. BBC greinir frá.
Lynch var eitt sinn kallaður Bill Gates Bretlands en hann er sakaður um að hafa ofmetið verðmæti hugbúnaðarfyrirtækis síns þegar hann seldi það til Hewlett-Packard árið 2011.
Reid Weingarten, lögmaður Lynch, segir að hann neiti öllum ásökunum og muni verja sig í málinu. Fyrirtækið hans, Autonomy, var á sínum tíma selt til HP fyrir 11 milljarða dala og var það stærsta yfirtaka bresks tæknifyrirtækis frá upphafi.
Ári seinna mat HP hins vegar verðmæti Autonomy um 8,8 milljarða dala og fullyrti að Lynch hafi blekkt þá til að ofgreiða fyrir fyrirtækið. Lögfræðingur Lynch segir að skjólstæðingur hans hafi einbeitt sér frekar að tæknilegu hliðum fyrirtækisins frekar en fjármálum.
Lynch stofnaði Autonomy árið 1996 en fyrirtækið stækkaði hratt og varð fljótt eitt af 100 stærstu einkafyrirtækjum Bretlands. Það var þekkt fyrir tækni sem gat aflað gagnlegra upplýsinga úr símtölum, tölvupóstum og myndböndum.