Bíó Paradís á Hverfisgötu fær samtals 56 milljónir króna í styrk í ár frá ríkinu og Reykjavíkurborg. Kvikmyndahúsið óskaði á dögunum eftir 50 milljóna króna ríkisstyrk á árinu 2024 til viðbótar við þann fjárstuðning sem það fær þegar frá hinu opinbera.

Bíó Paradís við Hverfisgötu lokaði um skeið árið 2020 vegna áhrifa Covid-faraldursins og óvissu um getu til að standa straum af leigukostnaði. Kvikmyndahúsið opnaði aftur haustið 2020 með samkomulagi við eigendur húsnæðisins á Hverfisgötu og uppfærðum samstarfssamningi við ríkið og borgina.

Greint var frá því á sínum tíma að bæði ríkið og borgin hefðu hvort um sig hækka árlegt fram­lag til Bíós Paradísar um 13 millj­ónir á áru, samtals um 26 milljónir árlega.

Viðskiptablaðið kallaði eftir gildandi samstarfssamningum kvikmyndahússins við hið opinbera.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði