BIOEFFECT hefur sett á markað vöruna EGF Power Eye Cream en um er að ræða fyrsta augnkremið sem fyrirtækið setur á markað. Varan er jafnframt sú þriðja í Power-vörulínunni sem teljast öflugar húðvörur fyrir þroskaða húð.

Í tilkynningu segir að augnkremið byggi að hluta til á formúlu og velgengi BIOEFFECT Power-vörulínunnar.

EGF Power Eye Cream er sérstaklega þróað til að minnka ásýnd fínna lína og hrukka, bauga, þrota og þurrks á augnsvæðinu. EGF Power Eye Cream er blanda sex virkra innihaldsefna og er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða húð og til að veita sýnilegan árangur.

„Hjá BIOEFFECT nýtum við kraft plöntulíftækni til að þróa húðvörur sem sannarlega umbreyta ásýnd húðarinnar. Með tilkomu EGF Power Eye Cream höfum við enn á ný sett ný viðmið þegar kemur að nýsköpun húðvara gegn öldrun húðarinnar,“ segir dr. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna og þróunar hjá BIOEFFECT.