Fjárfestingafélagið Eyja, sem er í eigu hjónanna Birgis Bieltvedt og Eygló Bjarkar Kjartansdóttur hefur fest kaup á Domino‘s í Svíþjóð af Domino‘s Pizza Group (DPG), sérleyfishafa Domino‘s á Bretlandi.
Fyrir ári keypti Birgir ásamt fleiri fjárfestum meirihluta í Domino‘s í Noregi af Domino‘s Pizza Group á Bretlandi og lét þá eftir hlut sinn í Domino‘s í Svíþjóð.
Þá er Birgir einnig meðal þeirra fjárfesta sem sýnt hafa rekstri Domino‘s á Íslandi áhuga en það er einnig í eigu DPG. Gangi það eftir yrði það í þriðja sinn sem hann eignast rekstur Domino's á Íslandi.
Sjá einnig: Birgir og Skeljungur á eftir Domino's
DPG hefur sett sér markmið um að selja allan Domino‘s rekstur utan Bretlands.Nú eru 14 Domino‘s veitingastaðir eru reknir í Svíþjóð, og nam taprekstur keðjunnar þar í landi fjórum milljónum punda árið 2019, um 710 milljónum króna miðað við núverandi gengi.
Í tilkynningu frá DPG segir að gert sé ráð fyrir að salan verði frágengin í byrjun maí en sem hluti af sölunni mun DPG greiða kaupandanum 1,8 milljónir punda, um 250 milljónir króna í reiðufé.