Birgisson ehf., sem rekur verslunina Birgisson í Ármúlanum í Reykjavík, velti 1,26 milljörðum króna í fyrra. Veltan jókst um 7,5% milli ára. Birgisson sérhæfir sig í sölu á gólfefnum, hurðum, loftaefnum og þiljum. Hagnaður félagsins jókst jafnframt úr 44 milljónum í 54 milljónir milli ára.
Rekstrarhagnaður var 72 milljónir miðað við 70 milljónir á fyrra ári. Laun og launatengd gjöld hækka úr 207 milljónum í 227 milljónir króna milli ára. Fjöldi ársverka hjá félaginu var óbreyttur eða 17.
Eignir félagsins jukust úr 432 milljónum í 462 milljónir króna. Eigið fé félagsins var 249 milljónir í lok árs 2019 og eiginfjárhlutfall því 54%.
Í skýrslu stjórnar, sem er frá því í lok mars, kemur fram að veruleg óvissa sé um áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á rekstur félagsins. Þó sé ekki sé vafi um rekstrarhæfi þess.
Félagið hyggst greiða 10 milljónir króna í arð líkt og á síðasta ári.