Birna Einarsdóttir hefur tekið við sem stjórnarformaður Verðbréfamiðstöðvar Íslands en hún kom ný inn í stjórn á aðalfundi félagsins í vor. Tekur hún við stöðunni af Stefáni Sigurðssyni, sem var formaður stjórnar um árabil, en hann var kjörinn í stjórn Íslandsbanka í mars sl.

Stjórn er að öðru leyti óbreytt en þar sitja Sigþrúður Ármann og Ómar Örn Tryggvason auk þess sem María Sólbergsdóttir og Hrafnkell Kárason eru varamenn.

Birna Einarsdóttir hefur tekið við sem stjórnarformaður Verðbréfamiðstöðvar Íslands en hún kom ný inn í stjórn á aðalfundi félagsins í vor. Tekur hún við stöðunni af Stefáni Sigurðssyni, sem var formaður stjórnar um árabil, en hann var kjörinn í stjórn Íslandsbanka í mars sl.

Stjórn er að öðru leyti óbreytt en þar sitja Sigþrúður Ármann og Ómar Örn Tryggvason auk þess sem María Sólbergsdóttir og Hrafnkell Kárason eru varamenn.

Verðbréfamiðstöð Íslands hefur verið rekin með tapi allt frá stofnun árið 2015, þar af nam tap í fyrra 240 milljónum króna. Eigendur félagsins hafa frá stofnun lagt því til tæplega 1,8 milljarða í formi hlutafjár.

Í skýrslu stjórnar fyrir rekstrarárið 2023 kemur fram að félagið leiti á erlenda markaði. Ætla má að reynsla Birnu sem bankastjóri Íslandsbanka muni nýtast félaginu vel í þeirri vegferð.