Birna Einars­dóttir, fyrr­verandi banka­stjóri Ís­lands­banka, hefur stofnað ráðgjafar­fyrir­tækið B.ein ehf.

Sam­kvæmt hluta­félaga­skráningu er til­gangur félagsins að veita fag­lega rekstrar, stjórnunar- og markaðs­lega ráðgjöf.

Birna sagði starfi sínu lausu sem banka­stjóri Ís­lands­banka í júní í fyrra í kjölfar ákalls um að stjórn og æðstu stjórn­endur bankans myndu sæta ábyrgð vegna sektar fjár­mála­eftir­lits Seðla­banka Ís­lands í tengslum við sölu­ferli bankans á hlut ríkisins í bankanum sjálfum.

Birna hafði verið banka­stjóri Ís­lands­banka frá árinu 2008 en hún hafði starfað sam­fleytt í bankanum frá árinu 2004 eða í næstum 20 ár.

Birna er við­skipta­fræðingur Cand.Oecon frá Háskóla Ís­lands og er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Edin­borg og var valin við­skipta­fræðingur ársins af Félagi við­skipta- og hag­fræðinga árið 2014.

Síðastliðið ár hefur hún tekið sæti í ýmsum stjórnum meðal annars í stjórn Kjarnafæðis, Norðlenska, Verðbréfamiðstöðvar Íslands og Iceland Seafood International.