Við­snúningur hefur orðið á gengi úr­vals­vísi­tölunnar OMXI15 en eftir um 3,4% lækkun síðustu tíu dagana í maí hefur vísi­talan hækkað um 1,7% síðustu fimm við­skipta­daga.

Vísi­talan hækkaði um 0,78% í við­skiptum dagsins og stóð í 2.321,78 stigum við lokun markaða.

Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar hækkaði um tæp 3% í 600 milljón króna veltu en gengi Öl­gerðarinnar hefur hækkað um 22% á árinu og 47% síðast­liðið ár.

Við­snúningur hefur orðið á gengi úr­vals­vísi­tölunnar OMXI15 en eftir um 3,4% lækkun síðustu tíu dagana í maí hefur vísi­talan hækkað um 1,7% síðustu fimm við­skipta­daga.

Vísi­talan hækkaði um 0,78% í við­skiptum dagsins og stóð í 2.321,78 stigum við lokun markaða.

Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar hækkaði um tæp 3% í 600 milljón króna veltu en gengi Öl­gerðarinnar hefur hækkað um 22% á árinu og 47% síðast­liðið ár.

Hluta­bréfa­verð Kviku banka hefur einnig verið á miklu skriði síðustu vikur og hefur gengið hækkað um 12% frá 13. maí. Dagsloka­gengi Kviku var 15,4 krónur en hluta­bréf bankans hafa lækkað um 11% á árinu.

Gengi fast­eigna­fé­lagsins Kalda­lóns hefur síðan hækkað um 17% síðast­liðinn mánuð en gengi fé­lagsins fór upp um 2% í 170 milljón króna við­skiptum í dag.

Hluta­bréfa­verð Haga, sem hefur verið á miklu skriði síðast­liðnar vikur, lækkaði um 2% í 332 milljón króna við­skiptum í dag en gengið hefur hækkað um 13% síðast­liðinn mánuð.

Mesta veltan var með bréf Marels er gengi fyrir­tækisins hækkaði um tæp 2% í 1,2 milljarða króna við­skiptum í dag.

Heildar­velta í Kaup­höllinni var 5,1 milljarður.