Verð á rafmyntinni Bitcoin hefur hækkað um tæplega 7,6% á undanförnum sólarhring og stendur nú í 24,4 þúsund Bandaríkjadölum. Gengi Bitcoin hefur ekki verið hærra síðan í ágúst síðastliðnum.

Hlutabréf ýmissa félaga sem tengjast rafmyntum hækkuðu töluvert í gær eftir að Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna tilkynnti um fyrirhugaða reglugerð sem gæti gert eignastýringafyrirtækjum erfiðara fyrir að fjárfesta eignum viðskiptavina í rafmyntum.

Í umfjöllun Wall Street Journal segir að hækkunin gefi til kynna að fjárfestar hafi átt von á meira íþyngjandi breytingum. Þá kunni skortþvingun (e. short squeeze) að hafa ýtt undir verð rafmynta.