Verð á rafmyntinni bitcoin hefur hækkað um meira en 2% í kjölfar skotárásarinnar á Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, á kosningafundi hans í Pennsylvaníu í gærkvöldi.
Verð á bitcoin fór yfir 60 þúsund dollara eftir árásina en til samanburðar fór verðið lægst í tæplega 54 þúsund dollara fyrr í þessum mánuði.
Líkurnar á að Trump verði kjörinn Bandaríkjaforseti hækkuðu eftir atburðinn, samkvæmt gögnum PredictIt data sem Bloomberg vísar í. Trump hefur áður lýst yfir stuðning við rafmyntina, ólíkt sitjandi forsetanum Joe Biden.
Búist er við töluverðum hreyfingum þegar markaðir opna í fyrramálið, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Hlutabréf fyrirtækja í geirum sem talið er að muni njóta góðs af stefnum Repúblikana, t.d. í tollamálum, gætu hækkað við opnun markaða á morgun. Einn viðmælandi viðskiptamiðilsins spáir því jafnframt að gullverð muni t.d. hækka umtalsvert.