Greiningar­aðilar vestan­hafs sem höfðu spáð bjarnar­markaði í ár eiga sí­fellt erfiðara með að sann­færa við­skipta­vini sína um að sam­dráttur sé á leiðinni.

Sam­kvæmtFinancial Times voru þó­nokkur stór fjár­mála­fyrir­tæki sem töldu í árs­byrjun að háir vextir myndu hægja á efna­hags­um­svifum og að hluta­bréfa­markaðurinn myndi taka dýfu þar sem örfá risa tækni­fyrir­tæki væru í raun að halda honum uppi.

Greiningar­aðilar vestan­hafs sem höfðu spáð bjarnar­markaði í ár eiga sí­fellt erfiðara með að sann­færa við­skipta­vini sína um að sam­dráttur sé á leiðinni.

Sam­kvæmtFinancial Times voru þó­nokkur stór fjár­mála­fyrir­tæki sem töldu í árs­byrjun að háir vextir myndu hægja á efna­hags­um­svifum og að hluta­bréfa­markaðurinn myndi taka dýfu þar sem örfá risa tækni­fyrir­tæki væru í raun að halda honum uppi.

Úr­vals­vísi­talan S&P 500 hefur hins vegar hækkað um 16% á árinu. Bankar eins og
Gold­man Sachs, Citigroup og UBS hækkuðu í þessum mánuði spár sínar um gengi vísi­tölunnar á árinu. Gengi S&P hefur aldrei verið hærra en vísi­talan stendur í um 5,483 stigum.

Fjár­festar vilja flestir taka þátt í bola­markaðinum og segir FT að þeir ör­fáu greiningar­aðilar sem halda enn að niður­sveiflan sé á leiðinni eigi erfitt með að selja þá sýn.

„Þessi upp­sveifla hefur verið erfið og við eigum í vand­ræðum með að sann­færa fjár­festa um að vera bjarn­dýr,“ segir Barry Banni­ster, yfir­maður verð­bréfa­deildar Sti­fel í sam­tali við FT. „Það er haf­sjór af peningum sem vilja fjár­festa á markaðinum alveg sama hvaða gengi er,“ bætir Banni­ster við.

Hann segir fjár­festa hafa fanatíska trú á að markaðurinn muni vera á enda­lausri upp­leið og telur að það sé bóla í gangi. Bar­ri­ster trúir því að S&P 500 vísi­talan muni lækka um 13% frá þessum tíma­punkti til árs­loka.

Peter Berezin, yfir­maður verð­bréfa­deildar BCA Research, er á sama máli. „Allir efna­hags­legir mæli­kvarðar benda til þess að hér verði kreppa eftir níu mánuði en við­skipta­vinir okkar eru ó­sam­mála því.“

Það er ekki gaman að vera bjarndýr í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Það er ekki gaman að vera bjarndýr í Bandaríkjunum um þessar mundir.
© AFP (AFP)

„Þessi mýta um mjúka lendingu er búin að ná festu í sam­fé­laginu að ég er sí­fellt að eiga í rök­ræðum við við­skipta­vini okkar sem segja mér að ég sé of mikið bjarn­dýr,“ segir Berezin.

Eitt stærsta merki um að greiningar­aðilar sem spáðu bjarnar­markaði séu byrjaðir að kasta inn hvítu hand­klæði kom í síðustu viku þegar fjár­festinga­bankinn E­vercor­e ISI upp­færði spá sína fyrir S&P 500 úr 4.750 stigum, sem hefði þýtt lækkun á árinu, í 6.000 stig.

Upp­færð spá fjár­festinga­bankans gerir núna ráð fyrir að vísi­talan muni hækka um 10% til við­bótar fyrir árs­lok.