Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur boðað til blaða­manna­fundar í fjár­mála­ráðu­neytinu klukkan 10:30.

Fundar­efni var ekki gefið upp í til­kynningu en um­boðs­maður Al­þingis greindi frá því í dag að þar sem einka­hluta­fé­lag föður Bjarna var meðal kaup­enda í 22,5% hlut ríkisins í Ís­lands­banka hafi Bjarna brostið hæfi til að sam­þykkja til­lögu Banka­sýslunnar um söluna.

Umboðsmaður segir jafnframt að hann telji ekkert tilefni til að draga í efa staðhæf­ingu Bjarna um grand­leysi hans um þátt­töku einka­hluta­fé­lags föður hans í útboðinu.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur boðað til blaða­manna­fundar í fjár­mála­ráðu­neytinu klukkan 10:30.

Fundar­efni var ekki gefið upp í til­kynningu en um­boðs­maður Al­þingis greindi frá því í dag að þar sem einka­hluta­fé­lag föður Bjarna var meðal kaup­enda í 22,5% hlut ríkisins í Ís­lands­banka hafi Bjarna brostið hæfi til að sam­þykkja til­lögu Banka­sýslunnar um söluna.

Umboðsmaður segir jafnframt að hann telji ekkert tilefni til að draga í efa staðhæf­ingu Bjarna um grand­leysi hans um þátt­töku einka­hluta­fé­lags föður hans í útboðinu.

Í álitinu segir að athugun umboðsmanns var afmörkuð við þrjú atriði vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf.

Í fyrsta lagi hvort og þá með hvaða hætti fullnægt var reglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um sérstakt hæfi við söluna með hliðsjón af því að einn kaupenda var einkahlutafélag í eigu föður ráðherra.

Í annan stað hvort og þá hvernig undirbúningi sölumeðferðarinnar var hagað þannig að tryggt væri eftir föngum að reglna um sérstakt hæfi yrði gætt. Loks beindist athugunin að lagalegri og stjórnskipulegri ábyrgð ráðherra á því að söluferlið færi fram í samræmi við lög og einkum reglur um sérstakt hæfi.

Þáttur Bankasýslunnar og samstarfsaðila hennar var þannig ekki til athugunar og utan athugunarinnar féllu einnig einkaréttarlegar afleiðingar hugsanlegra brota gegn þeim reglum sem um ræddi.

Umboðsmaður taldi ekki fært að líta svo á að með ákvörðun sinni um að fallast á tillögu Bankasýslunnar um söluna hefði ráðherra samþykkt tilboð einstakra kaupenda eða að með henni hefðu komst á samningar við þá og aðilaskipti að hlutum.

Hins vegar var bent á að í ákvörðuninni hefði falist undanfari ráðstöfunar hlutanna og hún hefði þar af leiðandi verið þáttur í einkaréttarlegum lögskiptum gagnvart kaupendum. Yrði því að leggja til grundvallar að reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hefðu gilt.

Umboðsmaður tók fram að faðir ráðherra væri stjórnarmaður einkahlutafélagsins sem í hlut átti og þar af leiðandi fyrirsvarsmaður þess.

Því yrði að miða við að þær aðstæður hefðu verið uppi sem kveðið væri á um í 3. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga en af ákvæðinu leiðir að starfsmaður er vanhæfur til meðferðar máls ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila málsins með þeim hætti sem segir í 2. tölulið, þ.e. ef hann er eða hefur verið maki hans, skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Þá taldi umboðsmaður að jafnvel þótt faðir ráðherra hefði ekki verið fyrirsvarsmaður félagsins, heldur einungis eigandi þess, hefði slík aðstaða fallið undir 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga en samkvæmt ákvæðinu er vanhæfi fyrir hendi ef venslamenn starfsmanns eiga sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.

Vísaði umboðsmaður þar til þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem fyrirsjáanlegt var að skiptu um hendi með sölu hluta til félagsins og þeirra væntinga um hagnað sem almennt væru bundnar við viðskipti með hlutabréf.