Sjávarsýn, fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, er aftur komið í hóp stærstu hluthafa Iceland Seafood International (ISI).
Sjávarsýn átti 1,3% hlut í ISI, sem er ríflega 180 milljónir króna að markaðvirði, í lok apríl samkvæmt nýbirtum lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins um mánaðamótin. Bjarni er þar með orðinn fimmtándi stærsti hluthafi ISI.
Sjávarsýn bættist við listann í lok mars og átti þá um 30 milljónir hluta í ISI, eða um 0,98% eignarhlut. Fjárfestingafélagið bætti við sig 10 milljónum hluta í apríl og á nú um 1,31% eignarhlut. Miðað við meðalgengi hlutabréfa ISI í mánuðinum má ætla að Sjávarsýn hafi keypt hlutabréf í ISI fyrir tæplega 47 milljónir króna í apríl.
Bjarni starfaði sem forstjóri Iceland Seafood á árunum 2019-2023 og var einn stærsti hluthafi félagsins. Hann lét af störfum sem forstjóri í september 2023 og seldi samhliða 10,8% eignarhlut sinn í ISI til útgerðarfélagsins Brims fyrir 1,6 milljarða króna.
Salan fylgdi í kjölfar rekstrarerfiðleika hjá ISI, einkum hjá breska dótturfélaginu Iceland Seafood UK sem var selt árið 2023.
Iceland Seafood International birti ársuppgjör í lok febrúar en hagnaður félagsins fyrir skatta af reglulegri starfsemi var yfir afkomuspá og nam 1,1 milljarði króna.
Stærsti hluthafar ISI 30. apríl 2025
Í % |
11,84 |
11,43 |
11,26 |
10,52 |
5,97 |
5,80 |
5,20 |
3,99 |
3,03 |
2,85 |
2,85 |
1,41 |
1,39 |
1,35 |
1,31 |
1,03 |
1,02 |
0,99 |
0,94 |
0,84 |