Bjarni Benediktsson sagði í Silfri Ríkisútvarpsins rétt fyrir hádegi að honum litist ágætlega á sameiningu Kviku og Íslandsbanka ef hún bæti lánskjör eins og sagt að hún muni gera.
„Mér líst vel á allt sem er til þess fallið að bæta lánskjör, eins og menn segja að muni gerast í slíkum sameinuðum banka, sem á að geta skilað sér til heimila og fyrirtækja. Hagkvæmari rekstareiningar er eitthvað sem ég held að okkar samfélag muni njóta góðs af.
Á hinni vogaskálinni er auðvitað skertari samkeppni, færri aðilar markaði, en það eru takmörk fyrir því hvað okkar samfélag ber margar stórar fjármálastofnanir.“
Bjarni benti á það, að ef stjórn taki vel í sameiningu þá muni Samkeppniseftirlitið taka málið fyrir.
Málsmeðferðin löng og þetta gæti tekið eitt til tvö ár.
„Ég held að það geri sér allir grein fyrir því að Samkeppniseftirlitið mun þurfa að hafa á þessu skoðun. Það sem ég hef helst áhyggjur af er að það taki langan tíma eins og stærri mál hafa haft tilhneigingu til þess að gera. Þess vegna séum við að ræða hér mál sem ekki fáist botn í fyrr en eftir eitt til tvö ár.“