Bandarísk hlutabréf hafa hækkað þegar liðið hefur á viðskiptadaginn, eftir nokkra lækkun í upphafi viðskipta.
Helstu hlutabréfavísitölur lokuðu klukkan átta. Dow Jones, hækkaði um 0,56%, S&P hækkaði um 0,67% og Nasdaw um 0,87%.
Wall Street Journal sagði að fyrir stundu að ráðgjafateymi forsetans ynni enn að tollastefnu forsetans aðeins klukkutímum áður en hann tilkynnir ákvörðun sína.
Undanfarið hefur teymi Trump íhugað að leggja á 20% almenna tolla á nær allar innflutningsvörur í stað þess að mismunandi tollar yrðu lagðir á eftir löndum.
En skrifstofa Bandaríska viðskiptasendiherrans (USTR) er nú að vinna að þriðja valkostinum — almennum tolli sem myndi aðeins ná yfir tiltekinn hóp þjóða og líklega ekki vera jafn hár og 20% sem nefnd hafa verið, samkvæmt heimildum sem þekkja til málsins.
Þessi þriðja leið kom fram eftir að iðnaðarsamtök og verkalýðshreyfingar hafa gagnrýnt 20% tollafrumvarpið, og eftir að nokkrir repúblikanar í öldungadeildinni hafa sagst myndu íhuga styðja tillögu demókrata sem á að greiða atkvæði um á miðvikudag, sem myndi neyðarheimildir forsetans til að leggja á tolla yrðu véfengdar.
Forsetinn mun tilkynna um ákvörðun sína kl 20 í kvöld.