Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í dag að það myndi bíða með fjárhagsspá sína fyrir árið þar sem það væri of snemmt að segja til um það hvernig árið myndi þróast. Samkvæmt WSJ er mikil ókyrrð í vændum meðal flugfélaga í Bandaríkjunum.

Delta hafði spáð því fyrr á þessu ári að 2025 yrði besta ár félagsins frá upphafi en í lok janúar greindi félagið frá 77% gengishækkun fyrir síðasta ársfjórðung 2024.

Ed Bastian, framkvæmdastjóri Delta, segir að alhliða nálgun ríkisstjórnar Donalds Trumps hafi skapað óreiðutímabil og eru neytendur farnir að fresta ferðalögum vegna hækkandi verðlags og veikjandi efnahagsstöðu.

Ferðalög opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hafa einnig dregist saman í ljósi sparnaðarátaks bandarísku ríkisstjórnarinnar. Flugfélög segjast hafa misst tök á verðlagningu flugmiða og hafa því fargjöld byrjað að lækka verulega.

Delta segist vona að 2025 gæti enn reynst arðbært ár en flugfélögin American Airlines og Southwest Airlines hafa þegar varað við því að fyrsti ársfjórðungur verði mun verri en búist var við.