Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákært Jonathan Larmore, fjárfesti í Phoenix Arizona, fyrir markaðsmisnotkun er hann reyndi að búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum gjaldþrota skrifstofufyrirtækisins WeWork.
Cole Capital Funds, félag sem var stofnað af Larmore, sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í mánuðinum þar sem var greint frá því að CCF ætlaði að kaupa 51% af öllum minnihlutabréfum í WeWork á 9 dali á hlut.
Um nífalt hærra verð er að ræða en gengi bréfa WeWork var á þeim tíma en hlutabréfaverð félagsins tvöfaldaðist í kjölfar tilkynningarinnar.
Larmore sjálfur hafði keypt 72 þúsund kauprétti í WeWork – Sem veittu honum rétt til að kaupa 7,2 milljónir hluta á tilteknu verði – nokkrum dögum áður og ætlaði að nýta sér þá þegar bréfin væru búin að hækka.
Áætlun Larmore gekk þó ekki eftir þar sem kaupréttirnir voru nær allir útrunnir áður en bréfin hækkuðu þar sem hann var of lengi að koma fölsku fréttatilkynningunni út.
Samkvæmt The Wall Street Journal er Larmore einnig ákærður fyrir ýmis brot á reikningsskilum í tengslum við fasteignafélag hans ArciTerra.