Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna hefur á­kært Jon­a­t­han Larmor­e, fjár­festi í Phoenix Arizona, fyrir markaðs­mis­notkun er hann reyndi að búa til falska eftir­spurn eftir hlutabréfum gjald­þrota skrif­stofu­fyrir­tækisins WeWork.

Cole Capi­tal Funds, fé­lag sem var stofnað af Larmor­e, sendi frá sér frétta­til­kynningu fyrr í mánuðinum þar sem var greint frá því að CCF ætlaði að kaupa 51% af öllum minni­hluta­bréfum í WeWork á 9 dali á hlut.

Verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna hefur á­kært Jon­a­t­han Larmor­e, fjár­festi í Phoenix Arizona, fyrir markaðs­mis­notkun er hann reyndi að búa til falska eftir­spurn eftir hlutabréfum gjald­þrota skrif­stofu­fyrir­tækisins WeWork.

Cole Capi­tal Funds, fé­lag sem var stofnað af Larmor­e, sendi frá sér frétta­til­kynningu fyrr í mánuðinum þar sem var greint frá því að CCF ætlaði að kaupa 51% af öllum minni­hluta­bréfum í WeWork á 9 dali á hlut.

Um ní­falt hærra verð er að ræða en gengi bréfa WeWork var á þeim tíma en hluta­bréfa­verð fé­lagsins tvö­faldaðist í kjöl­far til­kynningarinnar.

Larmor­e sjálfur hafði keypt 72 þúsund kaup­rétti í WeWork – Sem veittu honum rétt til að kaupa 7,2 milljónir hluta á tilteknu verði – nokkrum dögum áður og ætlaði að nýta sér þá þegar bréfin væru búin að hækka.

Á­ætlun Larmor­e gekk þó ekki eftir þar sem kaup­réttirnir voru nær allir út­runnir áður en bréfin hækkuðu þar sem hann var of lengi að koma fölsku frétta­til­kynningunni út.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal er Larmor­e einnig ákærður fyrir ýmis brot á reiknings­skilum í tengslum við fast­eigna­fé­lag hans ArciTerra.