Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing býður nú starfsfólki sínu 25% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil í von um að koma í veg fyrir verkfall sem gæti lokað verksmiðjum fyrirtækisins á föstudaginn.

Verkalýðsfélagið IAM (e. International Association of Machinists and Aerospace Workers), sem talar fyrir hönd 30 þúsund meðlima, hefur hvatt starfsmennina til að taka við tillögunni.

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing býður nú starfsfólki sínu 25% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil í von um að koma í veg fyrir verkfall sem gæti lokað verksmiðjum fyrirtækisins á föstudaginn.

Verkalýðsfélagið IAM (e. International Association of Machinists and Aerospace Workers), sem talar fyrir hönd 30 þúsund meðlima, hefur hvatt starfsmennina til að taka við tillögunni.

Verði samkomulagið samþykkt yrði það mikilvægur áfangi fyrir Kelly Ortberg, nýjasta forstjóra Boeing en fyrirtækið hefur glímt við mikla erfiðleika undanfarin ár í tengslum við gæðaeftirlit og orðspor.

Starfsmenn Boeing í Seattle og Portland munu kjósa um samninginn á fimmtudaginn. Verði samningnum hins vegar hafnað þarf að samþykkt frá tveimur þriðju hluta verkalýðsfélagsins til að verkfall geti farið fram.

Núverandi samningur milli Boeing og verkalýðsfélaganna náðist árið 2008 eftir átta vikna verkfall. Báðar hliðar samþykktu að framlengja hann til ársins 2014 en sá samningur rennur út síðar í þessari viku.