Verð­bréfa­fyrir­tækið Robin­hood mun á næstu vikum bjóða við­skipta­vinum sínum í Bret­landi upp á að fram­kvæma hluta­bréfa­kaup með láns­fé frá fyrir­tækinu.

Um er að ræða svo­kallað Margin Tra­ding fyrir­komu­lag en það er þegar verð­bréfa­við­skipti eru fjár­mögnuð að hluta til með láns­fé frá verð­bréfa­fyrir­tæki.

Sam­kvæmt Financial Times hefur þetta fyrir­komu­lag átt stóran þátt í að ýta undir fjár­festingaræði al­mennings í Banda­ríkjunum.

Robin­hood er um þessar mundir að reyna að sækja fram á Bret­lands­markaði en sam­kvæmt FT er fyrir­tækið einnig með til skoðunar að bjóða Bretum upp á lang­tíma­spari­reikninga.

Robin­hood heldur úti smá­forriti fyrir hluta­bréfa­við­skipti án þóknana og hefur átt stóran þátt í að auka fjár­festinga­á­huga hins al­menna borgara í Banda­ríkjunum.

Vlad Ten­ev, með­stofnandi og for­stjóri Robin­hood, segir í sam­tali við FT að fyrir­tækið sjái tæki­færi til að breyta fjár­festinga­hegðun Breta en mark­mið fé­lagsins er að fjár­festar séu virkari í kaupum og sölum.

„Menningin í Bret­landi hefur í raun ekki tekið sömu breytingum og í Banda­ríkjunum. Það hefur ekki verið mikil aukning í fjár­festingum meðal al­mennings,“ segir Ten­ev.

Robin­hood á­kvað að sækja fram inn á Bret­lands­markað og hefur fé­lagið verið að reyna að sækja markaðs­hlut­deild með því að undir­bjóða hefð­bundin verð­bréfa­fyrir­tæki.