Reginn fasteignafélag óskað formlega eftir því við Samkeppniseftirlitið (SKE) á föstudaginn að hefja sáttaviðræður um hugsanleg skilyrði vegna fyrirliggjandi yfirtökutilboðs Regins í allt hlutafé Eikar fasteignafélags.

Tillögur Regins að skilyrðum lúta m.a. að því að sameinað félag Regins og Eikar selji frá sér tilteknar eignir í því skyni að vinna gegn skaðlegum áhrifum sem SKE telur að gætu leitt af viðskiptunum, að því er kemur fram í kauphallartilkynningu. Umræddar tillögur Regins að skilyrðum eru nú til skoðunar hjá eftirlitinu.

Reginn fasteignafélag óskað formlega eftir því við Samkeppniseftirlitið (SKE) á föstudaginn að hefja sáttaviðræður um hugsanleg skilyrði vegna fyrirliggjandi yfirtökutilboðs Regins í allt hlutafé Eikar fasteignafélags.

Tillögur Regins að skilyrðum lúta m.a. að því að sameinað félag Regins og Eikar selji frá sér tilteknar eignir í því skyni að vinna gegn skaðlegum áhrifum sem SKE telur að gætu leitt af viðskiptunum, að því er kemur fram í kauphallartilkynningu. Umræddar tillögur Regins að skilyrðum eru nú til skoðunar hjá eftirlitinu.

Þann 8. febrúar síðastliðinn tilkynntu Reginn og Eik um að félögunum hefði borist andmælaskjal frá SKE þar sem fram kemur að eftirlitið muni að óbreyttu krefjast íhlutunar verði af yfirtöku Regins á Eik en frummat eftirlitsins er að samruni fasteignafélaganna hindri virka samkeppni.

Stjórn Regins ákvað í byrjun júní 2023 að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. Í ljósi yfirstandandi rannsóknar SKE, sem var færð í fasa II, hefur gildistími yfirtökutilboðsins verið framlengdur fimm sinnum. Gildistími tilboðsins rennur út 15. apríl.

„Það er markmið félagsins að breið sátt náist meðal hluthafa Regins og Eikar, auk Samkeppniseftirlitsins um útfærslu viðskipta í tengslum við yfirtökutilboð í Eik fasteignafélag hf‏.,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, í afkomutilkynningu félagsins í síðustu viku.

Mynd tekin úr fjárfestakynningu sem Reginn birti í síðustu viku.