Sam­kvæmt fjöl­miðlinum FF7 gengur breska flug­fé­laginu Ea­syjet ekki nægi­lega vel að fylla vél sína frá Akur­eyri til Manchester þann 12. nóvember ef marka má far­gjöldin.

Flug­fé­lagið býður nú sæti í ferðina á tæpar 16 evrur sem sam­svarar um 2.450 krónum á gengi dagsins.

Ea­syjet hóf flug­ferðir frá Akur­eyri til Lundúna síðasta vetur en mun á­ætlunar­flug á milli borganna tveggja hefjast að nýju í októ­ber.

Sam­kvæmt fjöl­miðlinum FF7 gengur breska flug­fé­laginu Ea­syjet ekki nægi­lega vel að fylla vél sína frá Akur­eyri til Manchester þann 12. nóvember ef marka má far­gjöldin.

Flug­fé­lagið býður nú sæti í ferðina á tæpar 16 evrur sem sam­svarar um 2.450 krónum á gengi dagsins.

Ea­syjet hóf flug­ferðir frá Akur­eyri til Lundúna síðasta vetur en mun á­ætlunar­flug á milli borganna tveggja hefjast að nýju í októ­ber.

Á­hugi Akur­eyringa á Manchester-borg er þó eitt­hvað minni því eins og gefur að skilja á verðinu er Ea­syJet að borga tölu­vert með hverjum miða, segir á FF7.

Far­gjaldið er þó einungis fyrir þá sem á­kveða að ferðast án far­angurs en flugið heim er tölu­vert dýrara þar sem Ea­syJet býður Akur­eyringum flug heim fjórum dögum síðar á 8.100 krónur.