Smærri sveitar­fé­lög í út­jaðri Dan­merkur hafa þurft að grípa til ör­þrifa­ráða til að sporna við fólks­flótta.

Af þeim sökum ætlar sveitar­fé­lagið Fanø á Vestur-Jót­landi að bjóða lóðir á 1 danska krónu sem sam­svarar rúm­lega 20 ís­lenskum krónum.

Sam­kvæmt Børsen hefur í­búum á Fanø fækkað um 4% á síðustu fjórum árum en í­búa­fjölda­spá gerir ráð fyrir að í­búum fækki um 17% fyrir árið 2050.

„Við höfum ekki selt einn byggingar­rétt í fjögur ár þrátt fyrir að lóða­verð lækkaði um 30 prósent milli ára,“ segir Erik Nørreby að­stoðar­bæjar­stjóri.

Nørreby mun leggja til­löguna fram með næstu fjár­mála­á­ætlun og vonast hann til að bæjar­stjórn sam­þykki hana.

Hann segir að fram­tíðin sé afar svört fyrir eyjuna ef ekki verður hægt að snúa við nú­verandi þróun.

Ungt fólk í Dan­mörku hefur verið í meira mæli að flytja úr sveit í borg til að sækja nám eða at­vinnu­tæki­færi.

Höfnin við eyjuna Fanø vestur af Jótlandi.

Sam­kvæmt Børsen hefur þróunin einnig leitt til þess að stærri fast­eigna­fé­lögin eru byrjuð að líta fram hjá minni sveitar­fé­lögum þegar kemur að byggingar­verk­efnum en nóg er af yfir­gefnu hús­næði um sveitir Dan­merkur.

Jesper Ole Jen­sen, prófessor við há­skólann í Ála­borg, óttast að það verði svo­kallaðir drauga­bæir víðs vegar um Dan­mörku án breytinga.

Hins vegar er ein versta mar­tröð fjár­festa í fast­eigna­verk­efnum að sitja eftir með tómar byggingar sem seljast ekki.

Fast­eigna­verð í minni sveitar­fé­lögum í Dan­mörku hefur hækkað um 30% frá árinu 2021 en einungis 11% í stærri sveitar­fé­lögum.

Fanø má sjá á rauða blettinum vinstra megin á myndinni.
Fanø má sjá á rauða blettinum vinstra megin á myndinni.

„Áður en við fjár­festum í nýjum verk­efnum þá skoðum við öll gögn um lýð­fræði­lega þróun svæðisins. Þetta snýst ekki endi­lega um hvað við fáum fyrir eignina núna heldur hversu mikils virði hún verður eftir þrjá­tíu ár,“ segir Marius Møller, yfir­maður fast­eigna­þróunar hjá Pensiondan­mark.