Domino‘s Pizza hefur ákveðið að bjóða öllu erlendu starfsfólki sínu íslenskunám hjá Bara tala en samstarf Domino‘s og Bara tala hófst fyrir rúmlega mánuði síðan. Snjallforrit Bara tala hefur þegar verið innleitt fyrir allt erlent starfsfólk.

Í tilkynningu segir að íslenskukunnátta starfsfólksins sé hagur allra, ekki einungis fyrir íslensk fyrirtæki. Íslenskukunnátta auki möguleika starfsfólksins á vinnumarkaði og opni þeim leið inn í íslenskt samfélag.

„Hjá Domino‘s starfar stór hópur fólks sem talar ekki íslensku. Okkur finnst mikilvægt að það fái tækifæri til að læra tungumálið. Þannig kemst líka starfsfólk hraðar inn í íslenskt samfélag og líður betur,“ segir Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóri Domino‘s á Íslandi.

Bylgja segir jafnframt að Bara tala henti starfsfólki Domino‘s mjög vel. „Hver og einn getur lært á sínum tíma og á sínum hraða óháð getustigi og vinnutíma. Þátttaka starfsfólksins hefur farið fram úr væntingum og við erum spennt fyrir framhaldinu.