SoftBank Group og Open AI, framleiðandi ChatGPT, hafa ákveðið að bjóða upp á gervigreindarþjónustu í sameiningu. Boðið verður fyrst upp á þjónustuna til japanskra fyrirtækja en félögin segjast ætla að færa út kvíarnar seinna.

Masoyoshi Son, forstjóri SoftBank Group, sagði í dag að fyrirtækið myndi úthluta þúsund starfsmönnum á þessu ári til verkefnisins sem ber heitið SB OpenAi Japan.

Fyrirtækin munu deila verkefninu jafnt á milli sín og verður þjónustan fyrst í boði í Japan áður en fyrirmynd myndast fyrir alþjóðlega upptöku. SoftBank mun þá fjárfesta þremur milljörðum dala árlega.

Son spáði því fyrir nokkrum mánuðum að almennri gervigreind (e. AGI) yrði náð innan tveggja til þriggja ára en segir nú að tæknin muni líta dagsins ljós mun fyrr.

WSJ greindi jafnframt frá því í síðustu viku að OpenAi væri í viðræðum við SoftBank um að verið væri að safna allt að 40 milljörðum dala fjármögnun sem myndi ýta verðmæti ChatGPT upp í allt að 300 milljarða dala.