Á vínbarnum og veitingastaðnum Enoteca, frá matreiðslumeistaranum Sigga Hall, ríkir mikill jólaandi í loftinu en þar er boðið upp á sérvalin vín daglega fram að jólum.

Í tilkynningu segir að allir þeir sem kaupi glas eða flösku af víni dagsins eigi tækifæri að skrá sig í vínpott veitingastaðarins og á Þorláksmessu verður einn heppinn einstaklingur dreginn út sem fær 13 vínflöskur, eða eina af hverju víni dagsins í jólagjöf.

Frá því staðurinn opnaði hefur Enoteca verið þekktur fyrir Tagliere plattana sína, en það eru plattar sem koma í mismunandi stærðum með handskornum ítölskum skinkum og pylsum.

Á vínbarnum og veitingastaðnum Enoteca, frá matreiðslumeistaranum Sigga Hall, ríkir mikill jólaandi í loftinu en þar er boðið upp á sérvalin vín daglega fram að jólum.

Í tilkynningu segir að allir þeir sem kaupi glas eða flösku af víni dagsins eigi tækifæri að skrá sig í vínpott veitingastaðarins og á Þorláksmessu verður einn heppinn einstaklingur dreginn út sem fær 13 vínflöskur, eða eina af hverju víni dagsins í jólagjöf.

Frá því staðurinn opnaði hefur Enoteca verið þekktur fyrir Tagliere plattana sína, en það eru plattar sem koma í mismunandi stærðum með handskornum ítölskum skinkum og pylsum.

„Við höfum fengið þvílíkt mikið hrós fyrir Tagliere plattana okkar, en það er að öllu leyti ítalska snillingnum honum Giampaolo að þakka. Giampaolo var sannkölluð himnasending fyrir okkur en hann rak í mörg ár eina vinsælustu verslun Rómarborgar sem sérhæfði sig í ítölskum hráskinkum og pylsum,“ segir Óli Hall, sonur Sigga, en hann er meðeigandi og rekstrarstjóri veitingastaðarins.

Vínin sem eru í boði eru mismunandi og mörg en vín dagsins í gær var til að mynda Super Toskana-vínið La Pevera, sem er af mörgum talið vera eitt af betri vínum Ítalíu og mjög sjaldgæft að það sé fáanlegt í glösum.

„Ef ég þyrfti að velja eitt vín til að drekka restina af lífinu væri það að öllum líkindum La Pevera,” segir Siggi Hall, og býr sig undir að skella sér í jólasveinabúninginn á aðfangadag og fara með vínpakka til einhvers sem mun eiga extra gleðileg jól þetta árið.