Sjoppukeðjan 7-Eleven hefur fengið kauptilboð frá kanadíska fyrirtækinu Alimentation Couche-Tard (ACT), sem rekur meðal annars Circle K-verslunarkeðjuna.

Seven & I Holdings, sem rekur 7-Eleven og er staðsett í Tókýó, hefur skipað sérstaka nefnd til að ákveða hvort þeir muni taka við tilboðinu eða ekki.

Sjoppukeðjan 7-Eleven hefur fengið kauptilboð frá kanadíska fyrirtækinu Alimentation Couche-Tard (ACT), sem rekur meðal annars Circle K-verslunarkeðjuna.

Seven & I Holdings, sem rekur 7-Eleven og er staðsett í Tókýó, hefur skipað sérstaka nefnd til að ákveða hvort þeir muni taka við tilboðinu eða ekki.

Hlutabréf í félaginu hækkuðu um meira en 22% í kjölfar fréttanna og hefur gengi þess ekki verið jafn hátt frá því í apríl.

Ef tilboðið verður samþykkt gæti það staðið frammi fyrir áskorunum frá samkeppniseftirliti Norður-Ameríku en 7-Eleven rekur meira en 13 þúsund verslanir í Bandaríkjunum og Kanada, á meðan Couche-Tard er með yfir 9.000.

7-Eleven flutti fyrst til Japan frá Bandaríkjunum árið 1974 af auðjöfrinum Masatoshi Ito, sem lést á síðasta ári 98 ára gamall. Hann er sagður eiga heiðurinn af því að hafa breytt versluninni í alþjóðlega keðju.