Sendiráð Japans keypti í síðasta mánuði einbýlishús að Vesturbrún 22 í Laugardalnum af Björgólfi Guðmundssyni athafnamanni fyrir 540 milljónir króna samkvæmt kaupsamningi og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.
Japanska sendiráðið hyggst nýta húsið sem sendiherrabústað. Sendiráðið sjálft er staðsett á efstu hæð byggingarinnar að Laugavegi 182 sem er gjarnan kennd við Kauphöllina. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir sendiráðið að það verði áfram í sömu skrifstofu að Laugavegi 182.
Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsson, eignuðust Vesturbrún 22 árið 1994 og var húsið ætíð skráð á Þóru þar til hún lést í ágúst 2020.
Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.