Bláa lónið hefur tekið ákvörðun um að opna valdar starfsstöðvar í dag, samkvæmt tilkynningu á vef fyrirtækisins. Opnunin nær til Bláa lónsins, Retreat Spa og Lava Restaurant.
Tímabundin lokun á Retreat Hótel hefur verið framlengd út 7. desember og mun það opna sunnudaginn 8. desember.
Samkvæmt fyrirtækinu er ákvörðunin tekin í nánu samráði við yfirvöld en sem fyrr fylgjum við fyrirmælum þeirra í hvívetna.
„Athygli gesta er vakin á því að starfsstöðvar okkar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar,” segir í tilkynningu á vef fyrirtækisins.