Bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Blackstone hefur ákveðið að kaupa atvinnuhúsnæði í Tókýó fyrir 2,6 milljarða dala frá japanska hótel- og járnbrautafyrirtækinu Seibu Holdings. Kaup Blackstone eru þau stærstu í sögu fyrirtækisins á japanska markaðnum. WSJ greinir frá.

Byggingaþyrpingin, Tokyo Garden Terrace Kioicho, er staðsett í hjarta japönsku höfuðborgarinnar og hýsir skrifstofur, íbúðir, lúxushótel, verslanir og veitingastaði.

„Við erum spennt með að fara í þetta samstarf með Seibu og að bæta þessari frábæru eign við fasteignasafn okkar í Japan,“ segir Daisuke Kitta, yfirmaður japanskra fasteigna hjá Blackstone.

Fyrirtækið er með talsverða starfsemi í Japan en Blackstone hefur einnig keypt Takeda Pharmaceutical og greiðslumiðlunarþjónustu Sony Group.