Evan Gershkovich, blaðamaður WSJ, var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi í Rússlandi en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi þar síðan í mars í fyrra. Evan hefur verið ásakaður um njósnir í réttarhöldum sem fóru fram fyrir lokuðum dyrum.

Eftir innrás Rússlands í Úkraínu flutti Evan til London en hann hafði búið í Rússlandi síðan 2017. Hann ferðaðist reglulega á milli landa til að skrifa fréttir um ástandið í landinu.

Dómurinn var kveðinn upp eftir þriggja daga réttarhöld‏. Í umfjöllun WSJ segir að litið var á að það sem fyrirfram gefna niðurstöðu að Gershkovich yrði sakfelldur enda sýknudómar afar sjaldgæfir í njósnamálum í Rússlandi. Blaðamaðurinn fékk aðeins lítil hluta af þeim réttindum sem sakborningar fá í vestrænum ríkjum.

Evan Gershkovich, blaðamaður WSJ, var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi í Rússlandi en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi þar síðan í mars í fyrra. Evan hefur verið ásakaður um njósnir í réttarhöldum sem fóru fram fyrir lokuðum dyrum.

Eftir innrás Rússlands í Úkraínu flutti Evan til London en hann hafði búið í Rússlandi síðan 2017. Hann ferðaðist reglulega á milli landa til að skrifa fréttir um ástandið í landinu.

Dómurinn var kveðinn upp eftir þriggja daga réttarhöld‏. Í umfjöllun WSJ segir að litið var á að það sem fyrirfram gefna niðurstöðu að Gershkovich yrði sakfelldur enda sýknudómar afar sjaldgæfir í njósnamálum í Rússlandi. Blaðamaðurinn fékk aðeins lítil hluta af þeim réttindum sem sakborningar fá í vestrænum ríkjum.

Evan var þekktur fyrir sérstakan dugnað þegar kom að skrifum sínum en hann dvaldi meðal annars í tjaldi í marga daga í Síberíu meðan hann skrifaði um eldsvoðana sem geisuðu þar. Árið 2022 skrifaði hann á Twitter (X) að hann væri orðinn vanur því að sjá fólk sem hann þekkti í Rússlandi enda á bak við lás og slá í mörg ár.

Réttarhöldin, sem hafa verið gagnrýnd af bandarískum yfirvöldum, fóru fram í Katrínarborg. Evan var dæmdur til að afplána dóm sinn í fanganýlendu.

„Þessi svívirðilegi sýndardómur kemur eftir að Evan hefur eytt 478 dögum í fangelsi fjarri fjölskyldu sinni og vinum, verið meinaður frá öllum fréttaflutningi, allt fyrir það eitt að sinna starfi sínu sem blaðamaður,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu Almar Latour, forstjóra Dow Jones og útgáfufélags WSJ, og Emma Tucker, ritstjóra WSJ.

Frá dómsuppkvaðningunni í dag.
© epa (epa)

Réttarhöldin gegn Gershkovich voru færð fram um mánuð. Rússneskir embættismenn, þar á meðal Vladímir Pútín Rússlandsforesti, hafa gefið til kynna að þeir hefðu áhuga á að láta Gerskhovich lausan í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi í Bandaríkjunum.

Talsmaður Kremlin vildi ekki svara því beint um hvort rússnesk stjórnvöld sjá fram á að Gershkovich verði mögulega hluti af slíkum skiptum. „Það þarf að axla ábyrgð fyrir njónsir, þannig að þetta er mjög mjög viðkvæmt málefni.“