Blue Origin, geimflaugafyrirtæki Jeff Bezos, hefur tilkynnt að það muni segja upp 1.400 starfsmönnum, eða um 10% af starfsafli sínu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem BBC hefur fengið að sjá.
Í minnisblaðinu til starfsfólksins segir Dave Limp, framkvæmdastjóri Blue Origin, að niðurskurðurinn væri hluti af áætlun um að skera niður stjórnendastöður og einbeita fjármagni að því að fjölga geimskotum.
Fyrirtæki, sem stofnað var árið 2000, lauk nýlega við sínu fyrsta tilraunaflugi með New Glenn-eldflauginni. Geimskotið markaði mikil tímamót fyrir félagið sem á eftir að vera helsti keppinautur geimfyrirtækis Elons Musks, SpaceX.
Eldflaugin er nefnd er í höfuðið á John Glenn, fyrsta bandaríska geimfaranum sem fór á sporbraut um jörðu fyrir meira en 60 árum síðan og er hún jafnframt öflugri en Falcon 9-eldflaugin frá SpaceX.
Blue Origin segir að fyrirtækið muni þá einnig byrja að fækka verkfræðistörfum og störfum í rannsóknum og þróun.