Félagið BSH15 ehf., sem rekur kynlífstækjaverslunina Blush, hagnaðist um 40 milljónir króna rekstrarárið 2019 sem er lítilleg aukning milli ára.

Tekjur námu 221 milljón og jukust um 10% frá fyrra ári. Eignir félagsins voru 142 milljónir króna, eigið fé 115 milljónir króna og skuldir rúmar 26 milljónir. Langtímaskuldir voru engar.

Arðgreiðsla til eina hluthafans, Gerðar Huldar Arinbjarnardóttur, nam rúmum 27 milljónum króna. Komið hefur fram undanfarið að tekjur verslunarinnar jukust mjög á árinu 2020.